Rímur af Mirsa-vitran, 1. ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Mirsa-vitran 1

Rímur af Mirsa-vitran, 1. ríma

RÍMUR AF MIRSA-VITRAN
Fyrsta ljóðlína:Hjals af strindi ýta óð
bls.8. árg. bls. 53–56
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1861
Flokkur:Rímur

Skýringar

Hólmfríður setti saman rímurnar um Mirsa-vitran þegar hún bjóst við að líf sitt væri á enda, tæplega sextug. Hún varð hins vegar allra kerlinga elst. Úlfar Bragason bjó rímurnar til birtingar í 8. árgangi Sónar og fjallar um þær þar í grein á bls. 47–52. Frumheimildir Úlfars eru handrit í einkaeinkaeign, annars vegar Halldórs Friðjónssonar, hins vegar Indriða Þórkelssonar.
1.
Hjals af strindi ýta óð
allri hryndi mæðu.
Það er yndi og unan góð
um að mynda ræðu.
[Hér vantar í skv. báðum hdr.]
2.
Mín óhög skal mála grein
mansöngs bögu þagna.
Togast fögur frásögn ein
fram af drögum sagna.
3.
Yndi brjála síst kann sál
sól þó nála ræði,
grein formála síst forsjál
sóns af skála flæði.
4.
Lýðs til segir letrið þar
löstum megi dylja,
fagra um vegi forsjónar
fyrst þá ei kann skilja.
5.
Einn um metinn álma staf
efnið getur kvæða,
Mirsa hét, en ætt hans af
ei vill letur fræða.
6.
Hér upp fræðist þjóðin þekk.
Þegninn ræðir tjáður:
„Eg um svæði eitt sinn gekk
af hugmæði þjáður.
7.
Öll í blóma unun stár,
angurs dróma lúði.
Sinn kvöldljóma sólin klár
sendi Óma brúði.
8.
Hennar glansi gaf til sanns
gleði stansa öngva.
Dýrin lands og fugla fans
frömdu dans og söngva.
9.
Vatnsins bökkum Efrats á
af mér flökkun nærðist.
Ég geðklökkur einn var þá,
að kvöldrökkur færðist.
10.
Mitt tók ræða rænu ker
Raunar fæðir trega —
Oss vill mæðu mæðan hér
mikið hræðilega.
11.
Von er þrengi þjóðum hér
þrauta strengir hörðu,
fyrst að enginn umsjón lér
aumu mengi á jörðu.
12.
Efnið smíðar ófögnuðs
á lífstíða vegi.
Séð hér fríða forsjón Guðs
fær til lýða eigi.
13.
Illur sínar óskir hlaut,
er þeim pína fjærri.
Hinna dvínar þó ei þraut,
þeir tortýnast nærri.
14.
Eg fékk sest við silungs dý,
særður mestum trega.
Þjóð af sést sú elfa í
Asíu vestarlega.
15.
Pálmaviði vænum hjá
valdi bið ónauma.
Hryggðar kliðinn hefti þá,
að horfa’ í iðu strauma.
16.
Flest í kyrrð – að sínum sið –
setti óstirð um tíma;
þó eg yrði var ei við
vanginn byrgði gríma.
17.
Með skyndingu’ á Miðjungs drós
mýktust þvingun harma;
mig í kringum lýsti ljós
líkt óringum bjarma.
18.
Hræðslu grandið fljótt eg fann,
fljótt þó blandið gæðum
Upplítandi eg sá mann
á skínandi klæðum.
19.
Raust eg óma heyrði hátt,
hún svo róma náði:
Hvarma ljóma lyftu upp brátt
lundur skjóma þjáði“
20.
Dýrstan hal eg heyrði þá
hýrt án dvalar ræða:
„Eg er sala sólar frá
sikling, – skal þig fræða.
21.
Hátt mér pund er himneskt léð,
hef ástundun fróma.
Helgri undrun hæstri með
hans ígrunda dóma.
22.
Kvörtun þína heyrði hann,
hryggð því týn með skyndi.
Þér að sýna sannleikann
segi’ eg mín erindi.“
23.
Himins smiðar hýr tók þjón
hönd í liðugt mína,
leiddi’ án biðar létt um frón
ljúfur hlið við sína.
24.
Dalur og fljótið faldist mér;
ferð var skjótleik búin.
Fjalls hjá rótum eg þá er,
ekki hótið lúinn.
25.
Frjó ei gæði fjallið bar,
furðu hæðin myndar;
Oríons svæði eg sá þar
að þess næðu tindar.
26.
Geisla sjós það blóma bar
björtu af ljósi stjarna.
Engill hrós með ununar
enn lét glósu hjarna:
27 „Yfir fara fjall ei neinn
fræ.gð svo rara hefir,
utan hari engla hreinn
orku þar til gefi.
28.
Fjalli’ af háu heilagar
hans ráðs ályktanir,
eflaust sjáum umgirtar
Alvalds dásemd vanir.“
29.
Nærðist yndi nú með dug
næsta í skyndi liðum;
eins og myndi fuglinn flug
frá því strindi’ er biðum.
30.
Var sem hræring hreyfðist sú
hægum blær í vindi,
sem léttfæri fuglinn nú
fjalls á bærist tindi.
31.
Efld mín sansa unun var.
Allt mig glansar kringum.
Stjörnum lands af ljóma þar
ljósa kransi óringum.
32.
Meður fríðum fylgjara
fróns á víða eyri,
leið eg síðan léttfara
leit þar prýði meiri.
33.
Það frábæra fegurð bar
frón með skæra kjarna.
Ástand kæru eilífðar
eg hélt væri þarna.
34.
„Aðgæt sannri álúð með,“
engill vann svo mæla,
„forlaganna færðu séð
flötinn þann inn skæra.“
35.
Svo mér dró að sjónum nýtt,
samt á þróast vandi,
leið sér grófu um láðið frítt
lækir óteljandi.
36.
Nú með sanni enn þá ein
undrun vann mig spenna,
þeir hver annars gegnum grein
gjörðu þannig renna.
37.
Gang með snilli þreyttum þá
þessa um gyllivega;
blóma milli’ og bekkja smá
bærðumst stillilega.
38 Lækir þéttir utan ef
iða um þetta svæði.
Rósa settum sem í vef
sjálega fléttast þræðir.
39.
Straums eg iðu upprás sá
alla í miði dalsins,
umkring niðar allt þar frá
út til hlíða fjallsins.
40.
Strauma fallið lagað lá,
– létt það galli meinast –
þeir svo allir iðað fá
inn í fjallið seinast.
41.
Frægur sá er fylgd nam ljá
fótum þá að snéri.
Dýrri má á dýra lág
dýrðlegt sjá musteri.
42.
Engill fróður fríða slóð
fögrum tróð að salnum;
skærri móðu mætri glóð
miðjum stóð í dalnum.
43.
Saffírs á hann stólpum stóð
strjálaði frá sér ljóma,
allt eins þá og alskír rjóð
árla stáir blóma.
44.
Slíka prýði fann ei fyr,
firrtur kvíða stórum
opnast fríðar eg sá dyr,
inn þar síðan fórum.
45.
Aftur lykja síðan sig.
Síst nam hika’ inn fríði
inn þar stikar lystilig
ljóss hvar blikar prýði.“
46.
Læt eg fríða halinn hér
hússins prýði skoða.
Stirðan býð eg braginn þér
bríkin víðis roða.


Athugagreinar

strind hjals: tunga
sól nála: kona
stafur álma: maður
brúður Óma: jörð
ker rænu: munnur
dý silungs: á
gríma: nótt
drós Miðjungs: jörð
ljómi hvarma: auga
lundur skjóma: maður
halur: maður
siklingur sólar sala: guð
smiður himins: guð
hari engla: guð
glóð móðu : gull
brík víðis roða: kona