Kvöldar á Bergþórshvoli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvöldar á Bergþórshvoli

Fyrsta ljóðlína:Njáll og Bergþóra
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.8. árg. bls. 93
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Njáll og Bergþóra
eru farin í háttinn
hafa breitt sængina
upp yfir haus.

Skarphéðinn hallast
upp að gaflinum
glottinleitur, með sveittasta
móti.

Það hefur oft verið
svalara á bænum.

Úti á hlaði
stendur flokkur manna,
þeir Rambo, Rocky
og Darth Vader.

Þeir láta dólgslega.

En hlæjandi lækurinn
sitrar, skoppar,
hjalar við stráinn
glöðum rómi
“Kári mun koma,
koma,
koma!”

Má trúa
síkviku silfri?
Nei.