Dráttarklár | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dráttarklár

Fyrsta ljóðlína:Ekillinn vekur mig stundum
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.8. árg. bls. 91
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Ekillinn vekur mig stundum
um óttubil
breytir mér í dráttarklár
spennir fyrir vagn sinn.

Hann lætur svipuna
dynja á mér
lætur mig lafmóðan hlaupa
út og suður
norður og niður
vestur fyrir mána
austur fyrir sól.

Verð svo ég sjálfur
(draumlendingur)
reyni að gleyma
kennileitum.