Fimmdægra | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimmdægra

Fyrsta ljóðlína:Þriðjudagur leið löturhægt ...
Höfundur:Stefán Snævarr
bls.8. árg. bls. 90–91
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Þriðjudagur leið löturhægt uns kvöldsett var og týsnótt hvolfdist yfir storð, nótt blóðs og járns. Svo rann upp miðvikudagur, kyrr og bjartur. En skuggarnir yfirbuguðu hann og óðinsnótt kom í öllu sínu veldi. Við skriðum inn um glugga og forfærðum dætur, stálum flöskum og læddumst út í bítið. Þá tiplaði fimmtudagur inn út úr morgunroðanum, læsti okkur inni í hvunndagsskúrnum. Okkur létti er þórsnótt hófst og eldingarvararnir skulfu, það var sem hvini í vagnhjólum og himininn barinn með hamri og honum blæddi og nóttinni lauk. Föstudagur var fastheldinn á þræla sína sem biðu í
ofvæni frjórrar nætur, frjánætur. Þá ríkir jörvagleði, dreypifórnir færðar og ekið um í vögnum sem kettir draga, nei tígrar! Laugardagur lokadagur en engin Lokanótt. Ekki enn.