SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Myris – Alexandríu 340 e. Kr.Fyrsta ljóðlína:Þegar mér barst sú skelfilega frétt að Myris væri dáinn
Höfundur:Konstantinos P. Kavafis
Þýðandi:Atli Harðarson
Heimild:Són, tímarit um óðfræði. bls.8. árg. bls. 44–46
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010 (þýðing)
Skýringar
Serapion, sem getið er fyrir miðju ljóði, var hof sem Ptolemaeus þriðji lét byggja á þriðju öld fyrir Krist. Það var stærst allra grískra helgistaða í Alexandríu og helgað guðinum Serapis sem talinn var verndari borgarinnar.
Þegar mér barst sú skelfilega frétt að Myris væri dáinn
fór ég heim til hans þótt ég forðist annars að koma á heimili kristinna manna, sérstaklega þegar þeir syrgja eða halda hátíðir. Ég stóð á ganginum – kærði mig ekki um að koma lengra inn því ég fann að ættingjar þess látna horfðu á mig með furðusvip og augljósri vanþóknun. Þeir höfðu komið honum fyrir í stóru herbergi og frá enda gangsins þar sem ég stóð var hægt að sjá inn í hluta þess, allt lagt dýrum teppum og pottar og kirnur úr silfri og gulli. Ég stóð og grét í enda gangsins og hugsaði um allar samkomur okkar og ferðir, hvað þær yrðu lítils virði hér eftir, án Myrisar, og ég hugsaði um að ég sæi hann aldrei framar á dásamlegu og lostasömu næturgöltri okkar, fagnandi, hlæjandi og mælandi fram vísur með fullkominni tilfinningu fyrir hellenskri hrynjandi; og ég hugsaði um hvað væri að eilífu glatað, að fegurð hans væri að eilífu glötuð þess unga manns sem ég tilbað af þvílíkum ofsa. Rétt hjá mér voru gamlar kerlingar sem töluðu í hálfum hljóðum um síðustu dagana sem hann lifði – stöðugt með nafn Krists á vörum og greiparnar spenntar um krossinn. – Svo komu fjórir kristnir prestar inn í herbergið og þuldu bænir af tilfinningahita og ákölluðu Jesú eða Maríu (ég veit ekki mikið um trú þeirra). Við vissum auðvitað að Myris var kristinn. Okkur var raunar kunnugt um það frá því fyrsta þegar hann gekk í hóp okkar í hitteðfyrra. En hann lifði að öllu leyti eins og við, mesti nautnaseggurinn af okkur öllum; sóaði peningum sínum óspart í skemmtanir. Hann lét sig einu gilda hvað fólki fannst og þegar hópurinn rakst fyrir tilviljun á fjandsamleg gengi hellti hann sér af ákafa í óeirðir næturinnar. Hann talaði aldrei um trú sína. Reyndar sögðumst við einu sinni ætla að taka hann með okkur í Serapion. Ég man það nú að það var eins og honum líkaði ekki að við værum að gantast með þetta. Og núna koma tvö önnur skipti líka upp í hugann: Þegar við færðum Póseidoni dreypifórn vék hann afsíðis og leit undan; Þegar einn okkar sagði með ákefð, megi félagsskapur okkar njóta verndar og velþóknunar hins mikla, hins alfagra Apollons – þá hvíslaði Myris (hinir heyrðu það ekki) „að mér undanskildum.“ Kristnu prestarnir báðu hárri röddu fyrir sál hins unga manns. – Ég fylgdist með hve vandlega og af hvílíkri kostgæfni þeir gættu þess að fylgja helgisiðum trúar sinnar þar sem þeir undirbjuggu kristilega útför. Og ég var skyndilega altekinn kynlegri tilfinningu. Með óljósum hætti fannst mér eins og Myris hyrfi úr návist minni; Mér fannst eins og sá kristni sameinaðist sínum eigin og ég yrði framandi, algerlega framandi; Mér þótti líka einhver vafi lykjast um mig: Hafði ég ef til vill látið blekkjast af ástríðu minni og alltaf verið honum framandi. – Ég þaut út úr þessu skelfilega húsi, flýtti mér burt áður en kristindómur þeirra hrifsaði til sín og afskræmdi minninguna um Myris. |