Í geisladrifinu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í geisladrifinu

Fyrsta ljóðlína:Í geisladrifinu er diskur
Höfundur:Eyþór Árnason
bls.8. árg. bls. 40
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2010
Í geisladrifinu er diskur.
Hann er fastur í drifinu

Diskur með smalaköllum

Ég hlusta á köllin
þekki kallana;
kofann í Hálfdánartungum,
hávaðann í Stebba Hrólfs,
hlátrana og hringl í beislum

En ekki veit ég
hver hefur nennt að
burðast með upptökutæki
þarna frameftir!
– hef þó grun um að þar hafi
Jón Leifs verið á ferð með trektina –

Og það er haust í drifinu
ég losna ekki við köllin
haustköllin
þess vegna er svona mikið haust

Þess vegna er alltaf haust