Grasið hinumegin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Grasið hinumegin

Fyrsta ljóðlína:Svo grænt þér sýndist grasið hinumegin.
bls.9. árg. bls. 25
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:Mars 2010
Svo grænt þér sýndist grasið hinumegin.
Hvað gott var allt sem langt í fjarska beið.
Þú stefndir ungur út á breiða veginn
og enga hindrun sástu á þinni leið.

En sina grá og sandur spor þín fyllti.
Þér sóttist hægt og ratvísin þér brást.
Í bláum fjarska alltaf uppi hillti
það endanlega mark er hlaut að nást.

Það færðist brott því fastar er þú sóttir.
Þú friðlaus stöðugt eltir tálið bert.
Með öfund sástu aðrir höfðu gnóttir
þess alls sem þér fannst gott og mikilsvert.

-8-

Nú hallar degi, hvað þú verður feginn
er hliðið gamla opnar höndum tveim.
Svo grænt þér sýndist grasið hinumegin
— í gulri sinu liggja spor þín heim.