Aðdragandi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Aðdragandi

Fyrsta ljóðlína:Snjófölin liggur sem hvít blæja
bls.10. árg. bls. 90
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012
Snjófölin liggur sem hvít blæja
á skriðum og klettum

Haustið er í höfði mér
og leggst á hugsanirnar
og læsir sig í orðin
og stækkar tungurótina
og þrengir andardráttinn
og allt breytir um lit
verður erfitt og háskalegt

Ég heyri gustinn í garðinum hvísla
að visnuðum blöðum:
Varið ykkur á norðanvindinum