Horft er á störnu sem skín gegnum laufkrónu trés | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Horft er á störnu sem skín gegnum laufkrónu trés

Fyrsta ljóðlína:Lífið og dauðinn
Höfundur:Pär Lagerkvist
bls.10. árg. bls. 39
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2012 (ca. 1950)
Lífið og dauðinn,
stjörnurnar og trén,
öll eru þau náin mér
og geði blanda ég við þau öll
eins og við trúnaðarvini.

Ég lifi lífi mínu í veröldinni
og á götuslóða þöktum barri og mosa
í mínum heimahögum
niðri á jörðu
í dauðans dal
og hjá björtum stjörnum.

Ég lifi lífi mínu á svo mörgum stöðum.
Ég hlýt að vera á ferðalagi.
Ég hlýt að sitja við gluggann og horfa út
og vera einn þeirra hamingjusömu
á ferðalagi
langt í burtu.