Þingeyri 1987 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þingeyri 1987

Fyrsta ljóðlína:Ég vil ekki búa
bls.12. árg. bls. 180
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2014
Ég vil ekki búa
við ljóslausa bryggju
ég vil flytja í þorp
með vel upplýstri bryggju
sem við göngum tvö
á kvöldgöngu í svölu lofti

Finnum kalda á kinn
slyddu eða regn

Og ljósin lýsa upp fiskslor
nokkrar davíður og báta
bundna mjög strengdum köðlum
flesta úr stáli
smíðaða í Hafnarfirði
1957