Eldgangur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eldgangur

Fyrsta ljóðlína:Moldvegar iðjum miðjum blæðir
bls.12. árg. bls. 174
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) AbbA
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2014

Skýringar

Braglýsing hvers erindis er ekki alveg hin sama. Hér er sýndur háttur miðað við braggreiningu fyrstu vísunnar.
Moldvegar iðjum miðjum blæðir,
móberg rennur, brennur í jötunmóð,
fögur bundin grundin gjóskuslóð,
jarðar brotið þrotið þýðan græðir.

Landskjálfti þungur klungur klífur,
klettar dynja, hrynja af fjöllum,
friðlaus moldin, foldin upp af völlum,
Fimbuls kröftum, höftum hauður drífur.

Stíga flókar, strókar upp á loft,
stillir sólar kjólar lýsa heimi,
vellur hraun í víðu, tíðu streymi,
Fjörgyn heift linnir, minnir á sig oft.