Sköpunarsaga fyrir byrjendur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sköpunarsaga fyrir byrjendur

Fyrsta ljóðlína:Verði ljós! og ljósið varð
Höfundur:Helgi Zimsen*
bls.12. árg. bls. 149–150
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) aBaBO
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2014
1.
Verði ljós! og ljósið varð,
lýsti upp myrkur neisti.
Ljósið Drottins lýsti upp garð,
ljósið allt um þeysti.
Ljósið kom úr ljósum Drottins brunni.
2.
Himinn, jörð og hafið sá,
harla gott það taldi.
Þetta síðan í og á
allt af natni valdi.
Kvikindum þar láðs og lagar unni.
3.
Mann úr leir með lagni skóp,
léði rif úr honum.
Skóp svo það sem ginnir glóp,
– góðan vöxt á konum.
Lífið fram má líða á eðlishlunni.
4.
Ei þau skildu rangt og rétt
en ríktu í Edensgarði.
Góðs og ills var ein þó sett
eik sem Drottinn sparði.
Herrann einn á eplatréið kunni.
5.
Fjandinn með sín fláu ráð
fram þá hugmynd setti.
Eva gat í epli náð,
Adam síðan rétti.
Gott og illt hún greindi eins og klunni.
6.
Eva í garði Edens ný
epli mátti finna.
Adam bauð að bíta í,
– bragðið vildi kynna.
Gott og illt má góður bjóða runni.
7.
Trautt um þetta tala má
trú og Snorra-Edda.
Orsök hraps þó allir sjá,
– Adams skap og gredda.
Syndin hún er sæt og ætust munni.