Vetrarsýn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Vetrarsýn

Fyrsta ljóðlína:Í gömlu trjánum gestafjöldi er
bls.12. árg. bls. 54
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) fimmkvætt aabb
Viðm.ártal:≈ 2025
Tímasetning:2013

Skýringar

Horft til allra höfuðátta frá Ytra-Fjalli í Aðaldal í nóvember 2013.
Í gömlu trjánum gestafjöldi er
þeir gleðja sig við frosin reyniber.
Undir greinum fá þeir frið og skjól
það fýkur mjöll og óðum lækkar sól.
 
Lágar heiðar hylur þoka og snær
við hraungarðana kúrir rjúpan vær.
Í beinahrúgu kátur krummi fer
hann kann að meta það sem boðið er.
 
Í brattri hlíð vex birkihríslan mín
búin vetrarskrúða fannhvítt lín.
Skógur hylur skriður, mel og börð
nú skeflir yfir frjóan mjúkan svörð.
 
Ég horfi yfir engi hlíð og tún
og eygi Kinnarfjalla ljósu brún.
Langt í norðri hreykir hraunið sér
sem húmdökkt strik á ljósum dúki er.
 
Það frýs að læk og lindir þverra í hlíð
en lengi kaldavermslin haldast þýð.
Í huga mínum leynist gömul lind
ég leiði sjón að kærri bernskumynd.