Stökur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stökur

Fyrsta ljóðlína:Yfir kaldan eyðisand
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Þessar stökur er allar að finna í lausavísnasafni Braga og þar eiga þær með réttu heima. Þær birtast hér einnig í ljóðasafninu til þess að geta tengt saman allan kveðskap sem birtist í Skólaljóðum undir einum efnisflokki. Stökurnar hafa hver sína fyrirsögn í bókinni en hver á eftir annarri og eru auk þess allar undir sama bragarhætti. Því fer vel á að taka þær saman sem eina færslu í ljóðasafninu.
1.
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.
Nú er horfið Norðurland,
nú á ég hvergi heima.
2.
Við skuum ekki víla hót,
það varla léttir trega,
og það er þó ávallt búningsbót
að bera sig karlmannlega.
3.
Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.