Rof | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rof

Fyrsta ljóðlína:Að vakna á sólbjörtum morgni
Bragarháttur:Óháttbundið ljóð
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2007
Flokkur:Sónarljóð

Skýringar

Sónarljóðið 2007.
Að vakna á sólbjörtum morgni
finna dyr opnast
djúpt í myrkri sálarinnar.

Birtan að ofan
streymir óheft niður
og hríslast um hverja taug.

Þú verður ein heild
manst allt
skilur allt

– ert fær um að halda áfram
óttalaus
á leiðarenda.