Ellin | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ellin

Fyrsta ljóðlína:Sinnið vel, telpur, gjöfum listagyðju
Höfundur:Saffó (Sappho)
bls.73
Viðm.ártal:≈ 2000

Skýringar

Þýðingin er gerð í minningu Þorsteins Gylfasonar.
Fyrirsögn ljóðsins í heimild er: [Nýfundið ljóð]. Kristján Árnason þýddi ljóðið einnig og hjá honum er fyrirsögnin „Ellin“ og er því heiti haldið hér. (Sjá þýðingu Kristjáns).
1.
Sinnið vel, telpur, gjöfum listagyðju
ilmandi af sæld og tærum hörpuhljómi.
Ég sjálf, sem eitt sinn var svo frá á fæti,
er föl af elli, svarta hárið gránað.
Mér þyngir fyrir hjarta, hnén sem voru
dansmjúk sem hindarkálfar, kikna á göngu.
Oft kvarta ég; en hvað er hér til ráða?
Fær dauðleg kona forlög hvers manns flúið?
Ástfangin dögun Títon hreif, var hermt,
rósfögrum örmum út á heimsins jaðar.
Ungur og vænn var hann, og hlaut hann þó
að eldast bundinn ódauðlegri konu.