Smáblóm | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Smáblóm

Fyrsta ljóðlína:Vornóttin hlýja vermdi kaldar rætur
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.19
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1915
1.
Vornóttin hlýja vermdi kaldar rætur.
Vaknaði syfjað nýgras milli steina.
Smáblómið litla var að fara á fætur,
fallega ljósið dreymdi það um nætur,
meðan það svaf við mjallarbarminn hreina.
2.
Hún var að koma, sólin út´við sæinn,
sást eins og rönd við bláa loftið hreina.
Smáblómið unga hló í hlýja blæinn,
hlakkaði til að þekkja nýja daginn.
Blómsálin litla – barn á milli steina.
3.
Árdegið kom og geislinn gekk úr sæti,
glaður og fríður milli steina að tifa.
Smáblómið hýra hló í eftirlæti –
hló – og svo dó það – marið undir fæti.
– Blómsálin litla – barn sem vildi lifa.
1915