Stúlkuvísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stúlkuvísa

Fyrsta ljóðlína:Ástin og yndið mitt besta
bls.28–29
Bragarháttur:Solveigarlag með frjálsum forlið
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Ástarljóð
1.
Ástin og yndið mitt besta
og elskan mín góða!
söng vil ég fremstri þér færa
af fríðustum meyjum;
mörg hefur meyjan í heimi
munnfríð og handhvít
blossað með blikandi ljóma,
en best ertu allra.
2.
Varla ég voga að segja
veglega hljóminn
nafnsins sem öllum er ofar
indælum meyjum;
það hafa gyðjurnar gefið
á gróandi vori
og glaðar látið það glymja
á gullnum strengjum.
3.
Hvert sinn er hugsa ég um það,
hjarta mitt skelfur
allt eins og blómknappar bifast
í blænum á morgni,
eða sem geislarnir gullnu
frá glóandi sólu
glaðir bærast á báru
bylgjandi strauma.
4.
Þegjandi læt ég í ljóðum
ljóma þitt heiti;
mynd þín í döfsælum draumi
dýrðlega leynist!
Oftar ég hugsaði um það
en ögn er á sandi;
gef mér nú koss fyrir kvæðið,
kossblíða meyja.