SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Norður fjöll (ferðakvæði) 4ÁningBálkur:Norður fjöll (ferðakvæði)
Fyrsta ljóðlína:Á grund undir holtbarði háu
Höfundur:Hannes Hafstein
bls.49–50
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1880
Skýringar
Birtist fyrst í Verðandi, 1. árg. bls. 132–133
1. Á grund undir holtbarði háuaf hestunum sprettum vér þá, ég klappa klárnum á hálsinn og klóra’ honum eyranu hjá. Sko, knálega karlinn sér veltir og kraftbyggðan hristir’ann skrokk, og vindurinn faxinu feykir og fallegum ennislokk.
2. Vér hreiðrum oss upp undir holti oghundurinn fylgir oss trúr. Úr töskunum tökum vér nestið og tappana flöskunum úr. Vér tölum um veginn og veðrið og viðburði leiðinni á, um greiðann á gistingarstaðnum og gæðin stúlkunum hjá.
3. Í vestrinu sól fer að síga,hún sindrar á snæfjöllin skyggð, og dagur fer þegar að þverra og það er svo langt niðr’í byggð. Vjér þurfum að spretta úr spori, á spöðunum halda í kveld. Ef klárarnir hvílast og fyllast, þá komumst vér samt, að ég held.
4. Já klárinn minn, kom þú að læknum,og kroppaðu þar sem er best. Við báðir sem best skulum nota hinn bráðfleyga áningarfrest. Í hnakkinn minn höfuðið legg ég og hugljúfum dvala mig fel. Nú heyri jeg hestinn minn bíta. – Já, hertu þig, karltetur, vel! |