SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3090)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Sumarmorgunn í ÁsbyrgiFyrsta ljóðlína:Alfaðir rennir frá austurbrún
Höfundur:Einar Benediktsson
Viðm.ártal:≈ 1925
1. Alfaðir rennir frá austurbrúnauga um hauður og græði. Glitrar í hlíðinni geislarún, glófaxið steypist um haga og tún. Signa sig grundir við fjall og flæði, – faðmast í skrúðgrænu klæði.
2. Þýtur í smávængjum grein af grein,grösin við morguninn tala; morar af lífi hver moldarrein, maðkurinn iðar við grátandi stein. Héraðið roðnar og rís af dvala. Rýkur við hóla og bala.
3. Heiðanes skaga á hendur tvær,háfjöll í suðrinu rísa. Norðrið er opið; þar Ægir hlær, auðugur, djúpur, og sandana slær. Gráblikur yst fyrir landi lýsa, líkast sem bjarmi á ísa.
4. Norðan að Sléttunnar stálblá ströndstarir úr lognboða róti. Fóstra, hún réttir þar hægri hönd, harðskeytt og fengsæl, í útstrauma rönd. Lætur við eyra sem lífæð þjóti. Leikur þar „Jökla“ í grjóti.
5. Fangamark árinnar, band við bandblikar, í sveitina grafið. Starengi blakta við blakkan sand, bæina hillir í óskanna land. Flaumar og sund – allt er sumri vafið, syngur og leiðist í hafið.
6. Ásbyrgi, prýðin vors prúða lands,perlan við straumanna festi, frjótt eins og óðal hins fyrsta manns, fléttar hér blómin í hamranna krans. Standbjörgin kveðjunni kasta á gesti – kringd, eins og járn undan hesti.
7. Sögn er, að eitt sinn um úthöf reiðÓðinn og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið, renndi til stökks yfir hólmann á skeið, spyrnti í hóf svo að sprakk við jörðin, – sporaði byrgið í svörðinn.
8. Tindrar í lundinum ljóragler.Lúta sjást smalar til berja. – Hóftungumarkið í miðju er, mannsauga rammara vígi ei sér; vildi hér nokkur í heimi herja, hefðum vér nokkuð að verja?
9. – – Náttúran grípur mig, himinheið.Hér er sem lúður mig veki. Horfi eg á drenginn við högginn meið, hitti mig sjálfan á barnanna leið, öll verður viskan að æskubreki, einfeldnin guðdómleg speki.
10. Það, sem ég ann, ber nú opinn knörúti, með vonum og kvíða. – Leiftrar við svipur af sigurför. Syrgjandi, fagnandi rek eg mín kjör. Morgun og sumar og mann skal líða. Móðir vor ein á að bíða.
11. Volduga fegurð, ó, feðrajörð,fölleit, með smábarn á armi, elski þig sveinar hjá hverri hjörð, helgist þér menn við hvern einasta fjörð. Frjáls skaltu vefja vor bein að barmi, brosa með sól yfir hvarmi. |