Hesturinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hesturinn

Fyrsta ljóðlína:Þegar heiðin grær, þá er lundin létt
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.37
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Þegar heiðin grær, þá er lundin létt
hjá litlu folaldi á vorin.
Það hoppar um móinn, og hitti það slétt,
það hendist, það stekkur á fjörugan sprett,
þá sparar það ekki sporin.
2.
Þegar fönnin hangir í fjallahlíð
og frostið læðist um dalinn,
þá er trippinu kalt um kvöldin síð
að krafsa snjóinn í öskuhríð
og balinn oft ber og kalinn.
3.
En seinna, þegar það verður vænt
og veigmeira fótatakið
og lífið er fjör og fjallið grænt,
er frelsið hestinum unga rænt
og söðullinn bundinn á bakið.
4.
Svo koma hin þungu þrautaár,
að þeysa með manninn og klyfin.
Hvort hyggur að nokkur, þótt hrökkvi tár,
er heitur streitist hinn gamli klár,
svangur og svita drifinn?