Sjöunda tíðavísa yfir árið 1785, 1. til 37. erindi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834 7

Sjöunda tíðavísa yfir árið 1785, 1. til 37. erindi

TÍÐAVÍSUR JÓNS HJALTALÍNS YFIR ÁRIN 1779 TIL 1834
Fyrsta ljóðlína:Þjóðin Ísa ætti hér
Bragarháttur:Ferskeytt – hringhent (hringhend ferskeytla) – hringhenda
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Tíðavísur

Skýringar

Í útgáfunni segir að þessar tíðavísur séu skothendar en það er ekki rétt. Þær eru ortar undir einföldum hringhendum hætti ferskeyttum.
1.
Þjóðin Ísa ætti hér
efnum lýsa gæða.
Vér skulum prísa best sem ber
buðlung vísan hæða.

2.
Ártal brátt nú reikna rétt
rekkar hátta fríu,
hundruð sáttir seytján nett,
sex og áttatíu.

3.
Vetur góðan, veðra-hægð,
vaxið lóðar fiður,
sumars gróðann, grasa-gnægð
gaf oss þjóðasmiður.

4.
Ó! að skatnar ört í stað
um lífs gatnabrautir
vildu batna eins og að
ársins sjatna þrautir.

5.
Herrann kefur hryggð og pín,
harma sefar kælu.
Suma hefur hann til sín
heim og gefur sælu.

6.
Síra Jón, sem bana beið,
Bergsson, þjón Guðs dyggur
lofsöng tónar, laus af neyð,
ljóss við trón óhryggur.

8.
Burt þó farinn sofi sætt
samt við þar að gáum
eftir varir mannorð mætt
meðan hjara náum.

9.
Síra Rafnkell sigur vann,
sem er jafnan fagur;
sæluhafnir fríðar fann,
friðar dafnar hagur.

10.
Herra Eirík, son hans hér,
svæðisleirinn byrgir;
kífs úr seyru kominn er,
kátur meir ei syrgir.

11.
Frí við mein á Fellsmúla
fölur Einar prestur,
lífs hjá hreinum hertoga
hægð ei neina brestur.

12.
Síra Bjarni í Selárdal
sútir farnar skilur,
listagjarn í sælusal
söng guðsbarna þylur.

13.
Torfi síra í Flatey fékk
fegurð bera sanna,
dauða hér frá götu gekk
Guðs til herbúðanna.

14.
Bakkastaðar-þinga þjón,
Þorsteinn, glaður deyði,
fullmettaður sælusjón
svo ei skaðar leiði.

15.
Prófastskjörin hafði hann,
hjálparör við lýði.
Sigurför því fagna kann
frí nú gjör af stríði.

16.
Hálfdán rektor Hóla dó,
hulinn spektarræðum,
gæðafrekt fær gengi þó
gleðilegt á hæðum.

17.
Síra Grímólfs grafarmið
gráts nam tíma hamla,
horfinn líma fór í frið
fús með Símeon gamla.

18.
Síra Jón með sæluvon
sorgartóninn enti,
herrans þjóninn Helgason,
hans hjá tróni lenti.

19.
Benedikt síra sorgum frá
sverðaver nú deyði.
Breiða – er á – Bólstað sá
borinn hér í leiði.

20.
Rangárvalla valdsmaður
vel tilfallinn þreyði,
Þorsteinn, allvel þokkaður,
þrifasnjallur deyði.

21.
Hjálpar ei þó hrúgist féð,
heims eru vegir slíkir.
Linast þeygi lögmáleð,
líka deyja ríkir.

22.
Þorgrím sóma-sýslumann
seggir róma dáinn.
Beðjan óma burt-dauðan
byrgir tóman náinn.

23.
Sálin finnur sælu hans
sem ei linna náir.
Hrósið svinna merkis manns
margur inna gáir.

24.
Dauðastaup við sorgarsjó
sem hans draup á skrúða
nýtur saup í náðum þó
Nevel kaupmann Búða.

25.
Angrast dróttir, örvast fár,
ýmsa sóttir beygja.
Eggertsdóttir kostaklár,
Kristín, rótt nam deyja.

26.
Hún var sómi, lýða ljós,
lærði fróma siði,
mum því rómast hennar hrós,
hún og ljóma í friði.

27.
Líða fleyin lemstur ný,
lamin eyja-bandi.
Seggir deyja sjónum í,
sviptir meginlandi.

28.
Nesið Akra nýta enn
náði blaki mæta .
Tvö skip rak með tíu menn
til lyngbaka sæta.

29.
Malarrifi mætti á
mastra bifur voða.
Sex menn þrifnir sukku þá
sjávar drifnir hroða.

30.
Bátinn strandar bylgjurnar
byrgðu andhvals svæðum.
Tveir menn anda týndu þar,
tóku land á hæðum.

31.
Ærið smækkar Íslands þjóð,
yndið lækkar ríka.
Bölið stækkar, bólan óð,
brögnum fækkar líka.

32.
Margt má rita í sagnar sal,
sorg þó bitur tyfti.
Stóllinn flytjast Skálholts skal,
skiptir litum stifti.

33.
Jarðir stóla seljast senn
svo við bóli rana.
Tjarnar sólir aftur enn
ölast sjóli Dana.

34.
Stiftamtmaður burt sig bjó,
bragna það ei hryggir,
listahraður Levetzó
Lauritz stað nú byggir.

35.
Skypið Bakka Eyrar á
enn til stakka sneri
árarakki svo að sá
sundursprakk á skeri.

36.
Hafði lýður land og fjör
laminn hríðum sárum.
Sökk í víðir klofinn knör,
kraminn stríðum bárum.

37.
Óma valur mæðist minn,
minnkað hjalið góma
heldur talinn þróist þinn
Þundur Fjalars róma!