SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3045)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Morgunsálmur sr. Hallgríms PéturssonarFyrsta ljóðlína:Lofi þig, drottinn, himinninn hár
Höfundur:Hallgrímur Pétursson
bls.85–87
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Sálmar
Skýringar
Í útgáfunni er sálmurinn tekinn eftir ÍBR 26 8vo, bls. 375–379, og er því algerlega fylgt hér.
Tón: Mikillri farsæld mætir sá.
1. Lofi þig, drottinn, himinninn hárog heilög englasveit, allar þjóðir um allar krár, alls staðar lands um reit því sannleikann þinn og miskunn mest mildi og tignin klár yfir oss öllum er staðfest eilífa tíð og ár. So er og líka, sála mín, sönn og fullkomin skylda þín lof drottins bæði hátt og hljótt á hverri stundu að tjá; aldrei lát þér það gleymast gott gefins sem lét þig fá, hann hefur upp á nýtt í nótt nauðum þér bjargað frá.
2. Lofaður sértu, lifandi Guð,fyrir liðna næturstund og það veröldin uppljómuð er nú af dagsins fund, sólin í heiði skæru skír skinið sitt veitir hlýtt, fuglar loftsins, fiskar og dýr fagna þeim geisla blítt, skógtrén, grösin og liljur lands lifna og gleðjast víst til sanns. Þetta til dýrðar drottinn þér daglega þjónar allt. Æ hvað skyldara mun þá mér að mikla þitt nafn ávallt Guðs að líking sem gjörður er og gefið lífið snjallt.
3. Lof, heiður þér og þakkargjörð,þrenningin eðla blíð, viljugur skal eg vanda á jörð varandi lífs um tíð. Þú hefur jafnan hjálp mér veitt úr háska og dauðans pín, frá myrkrunum til ljóssins leitt, lofuð sé gæskan þín. Óvina minna afl og slægð afmáð hefur þín guðdóms frægð enn þó þeir byggi efnið vant með allri svika þrá. Að mér þú, drottinn, gættir grannt, grimmd þeirra bægðir frá, rangferðugra sem ráðum kannt raska, svo hvergi ná.
4. Sem mig í nótt fyrir líkn og liðlést njóta máttar þíns eins nú í dag um náð eg bið í nafni frelsara míns. Hindra þú umsát andskotans sem elskar lygi og morð so verði síst að vilja hans verk mín, þankar né orð. Gefðu mér, drottinn, hjartað hreint, hugsa og stunda ljóst og leynt lagaboð þín sem lést oss fá, og lífsins braut eg skil. Í dag og hvern tíð héðan í frá halda þau gjarnan vil því Davíð segir sæla þá sem þar hafa lysting til.
5. Blessa þú, Guð, mitt kvinnukerog kæru börn á láð, blessaðu allt hvað hef eg hér hlotið af þinni náð, blessa virstu minn búskapshag, birgðir og matarfaung, blessa útvegi og vinnulag so verði ei hegðan röng. Blessunar æðsti brunnurinn, blessaðu mig í sérhvert sinn. Sé eg á ferð um sjó eða jörð, sit, geng eður kyrr stend, hönd þín yfir mér haldi vörð, háska öllum frá vend, gef so með þýðri þakkargjörð þín náð sé viðurkennd.
6. Í forsjón þína og föðurhöndfel eg nú, drottinn, hér líkama minn með lífi og önd, lán allt og heilsukjör. Mitt so eg akti starf og stétt stjórnaðu minni lund, hér með einnig mig haldi rétt á hryggðar- og gleðistund. Kristnihald mitt, kærleik og trú með krafti þínum, ó, Jesú, auka jafnan og efla virst, upp á það sál mín fróm dýrðarleg fái fyrir þér birst þá fer þú að halda dóm. Kom, herra Jesú, kom sem fyrst, klárt gjör allt synda gróm.
7. Dauðans þegar eg nálgast nóttnáðugur vertu mér hjá, með bærilegri banasótt benda virstu mér þá. Í faðmi sælum að sofna þín sæti faðir eg kýs. Óttalaus er þá öndin mín og eilíf gleði vís. Síðan í lambsins ljóma klár lofi hún þig um eilíf ár, þú, sem að allt með orði ber, einn Guð og þrenning há, samhuga allir syngjum þér sigurvers himnum á. Valdið þitt, dýrð og æran er, amen, halelújá! |