Funa ægis fold blíð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Funa ægis fold blíð

Fyrsta ljóðlína:Funa ægis fold blíð
bls.35–36
Viðm.ártal:≈ 1725
Funa ægis fold blíð með gæði,
fróm auðargná,
fögur ung og hugþýð, svo bæði
hlýði höldar á.
Dyggðum vafin dáfríð, eg ræði
og dikta satt í frá;
Drottni kær og hans lýð um svæði
gjörla gæfu há.
Að unna ungri auðs hlíð án mæði
og una henni hjá
eg held best um lífs tíð þeim næði
slíka frægð að fá.
Manns hún linar margt stríð og bræði,
mein og alla þrá.
Mærðar fellur svo smíð og kvæði,
hverfi óðar skrá.