Fimmta tíðavísa yfir árið 1783 - 1. til 38. erindi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíðavísur Jóns Hjaltalíns yfir árin 1779 til 1834 5

Fimmta tíðavísa yfir árið 1783 - 1. til 38. erindi

TÍÐAVÍSUR JÓNS HJALTALÍNS YFIR ÁRIN 1779 TIL 1834
Fyrsta ljóðlína:Möndilfera meyjan blíð
bls.10–13
Bragarháttur:Stikluvik – þríhent
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1783
Flokkur:Tíðavísur
1.
Möndilfera meyjan blíð,
mæt af austri núna,
færa gerir landsins lýð
lista-bera nýárstíð.
2.
Seytján hundruð aldar ár
áttatíu og fjögur
sett um grundu segjast klár,
svona fundið datum stár.
3.
Rauna-tíða mega menn
minnast nú um stundir.
Margir líða mótbyr enn,
mörgum svíða báginden.
4.
*Næsta harður vetur var
víst í austursveitum.
Hafísgarða bláa bar
belti jarðar víða hvar.
5.
Frost og stríða fjúkið gekk
fram að sumarmálum.
Margur bíða bagann fékk,
bægði tíðin gleðismekk.
6.
Kári þuldi kostaspar
kvæði sín hin fornu.
Hann með kuldaklæðum þar
kinnur huldi *Fjörgyjnar.
7.
Veðrin góðu græddu þröng
greitt með sumarmálum.
Þessu gróða fylgdu föng,
flýði þjóðir tíðin ströng.
8.
Fram að blíðum fardögum
fagra tíðin varði.
Þá tók hríð af harðindum
hnekkja þýðum farsældum.
9.
Hvítasunnu sjálfa þá
sást í norðri mokkur.
Grönd að runnu himininn há,
hvörgi kunnu menn að sjá.
10.
Þrumur dundu, eldur óð
upp úr Skaptárjökli.
Fjöllin stundu, heyrðust hljóð,
hristist grund svo skelfdist þjóð.
11.
Sandur mikill féll um fold,
fylltur brennisteini,
missti kvikfé haga og hold,
*hné af vikri dautt á mold.
12.
Eldurinn raktist út og braust,
eyddi byggðum víða,
fólkið hraktist húsalaust,
hryggðin vaktist geðs um naust.
13.
Kirkjur eyddar eru fimm,
ein með hrauni þakin.
Harm útleiddi hríðin grimm,
hægðum sneiddi tíðin dimm.
14.
Síðu-reitur sýndist þá
sem í einum loga.
Bálið hneit við himininn há,
hræddust sveitir það að sjá.
15.
Veðrin hörðu, frost og fjúk,
fylgdu ógnum þessum.
Byrgði örðug björg og hnúk
breidd á jörðu fönn ómjúk.
16.
Því má segja sæla þá
sem úr þessum heimi
fá að deyja firrtir þrá
fritt svo eigi Guði hjá.
17.
Því hefir ljósa-þengill þá
þessum flutt úr raunum
heim í Gósen himnum á,
hvörjum glósa nú skal frá.
18.
Prýðiræðinn prófast þann,
Pál í Vallanesi,
hér á svæði feigðin fann,
friður hæða gleður hann.
19.
Prófast síra Þorleif þar
þá í Reykjaholti
dauðinn hér frá heimi bar
hægt í veru rósemdar.
20.
Síra Magnús Söndum á,
sæmdur prófasts nafni,
líður hagnað laus við stjá,
lífi fagnar himna sá.
21.
Síra Jón og klerkur kær,
kjörinn Eggertssonur,
lífskórónu fríða fær
frelsarans tróni glæstum nær.
22.
Síra Einar fór í frið
frá Grenjaðarstaðnum.
Horfinn meini, hvíld og grið
Herrans reynir síðu við.
23.
Miðdalsprestur, kostaklár,
Kolbeinn, líka deyði.
Seður hresstan, sjatna tár,
sælan besta um eilíf ár.
24.
Kvennabrekku kjörinn á,
klerkur, Hannes síra,
dauðans gekk um götu sá
í gleði þekka heimi frá.
25.
Alráðs höndin, inna skal,
Ólafs prests í Görðum,
flutti önd úr dauðadal,
dvína grönd í himnasal.
26.
Síra Jón, sem veikur var,
í Vallanesi lengi,
heims frá tjóni helið bar,
hulinn fróni blundar þar.
27.
Höklabaldur Brjámslæk á,
birtan Eyjólf síra,
tók alvaldur fári frá,
foldin kalda hylur ná.
28.
Frægð ónauma farsældar
fá nú þessir allir,
horfnir glaumi harma þar
hjá vatnsstraumi sælunnar.
29.
Sál mín deyi, Drottinn minn!
dauða þess réttláta!
Sál mín eygi sigurinn!
Sál mín þreyi viðbúin!
30.
Fiskaranna far í sjó
fór á Suðurnesjum.
Átta manna missir þó
mörgum sannar raunir bjó.
31.
Annar þóftu-sessinn sökk
Seltjarnar á nesi.
Sex þar nóttin dauðadökk
dró með ótta hels í mökk.
32.
Hér á Mýrum fór og fley
fram í Hvaleyjarnar.
Sækja hýrir hugðu hey
höldar skýrir geðs um þey.
33.
Hlóðu skip af heyi fast,
héldu svo að landia,
feigum gripnir helst með hast
*fengu svipljótt byljakast.
34.
Fárið trauða fríun gaf,
fjórir menn og stúlka
þoldu nauða kólgukaf,
köfuðu dauðans rauða haf.
35.
Meinið stækkar, margur deyr,
mæddir eftir þreyja.
Guðsbörn fækka meir og meir.
Mitt dramb lækki, eg er leir.
36.
Stillt eg glósa í stökubrag,
Stephán Þórarinssonur
amtmanns hrósar æruhag
og fékk drósar faðmalag.
37.
Valinn spennir vífið mjótt
Vígfús Schevingsdóttir.
Sútin grennist sælu fljótt,
sól þeim renni dag og nótt.
38.
Efnið ljóða þannig þver,
það er mál að hætta.
Storkna blóðið Berlings fer,
byrgist óðar skálin mér.


Athugagreinar

4.1 næsta < nærsta ;stafsetning útgáfu;.
6.4 Fjörgyjnar < Fjörgynar ;stafsetning útgáfu;.
11.4 hné] < hnég ;stafsetning útgáfu;.
33.4 fengu] ;er sennilega misritun fyrir; hlutu ;eða; hrepptu ;þar sem stuðlasetning krefst þess að höfuðstafur sé h;.