A 066 - Þann heilaga kross | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 066 - Þann heilaga kross

Fyrsta ljóðlína:Þann helga kross vor herra bar
bls.xlvi-r
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Gísli Jónsson biskup hafði áður þýtt þennan sálm og byrjar hann svo hjá honum: „Sinn heilaga kross vor herra bar“. Svipur er með þessari þýðingu og þýðingu Gísla. Sálmurinn er einnig í sb. 1619, bl. 44, og í Grallara 1594 (eftir blessun á föstudaginn langa) og í öllum gröllurum síðan. Þá er hann einnig í s-msb.1742. (PEÓl: „Upptök sálma og sálmalaga í Lútherskum sið á Íslandi.“ Árbók Háskóla Íslands háskólaárið 1923–1924. Fylgirit. Reykjavík 1924, bls. 92–93)
1.
Þann helga kross vor herra bar,
á holdi hans voru dauðlig sár.
Fyrir oss alla hann fullnað gjörði,
vér urðum ei keyptir með öðru verði.
2.
Að Kristí móðir Máríá
og menn helgir eru Guði hjá,
það er ei skeð fyrir aðra forþénan,
en fyrir Kristí dauða alleina.
3.
Því hlýðið, kæru kristnir menn,
hvað kennir oss öllum Skriftin senn.
Þeir sem vist á himnum hljóta,
Herrans pínu þeir verða að njóta.
4.
Þann helga anda, hæstan túlk,
hér bið eg fræða kristið fólk.
Vísi hann oss veginn sanna
frá villulærdómi vondra manna.
5.
Einasta Guði sé æra og dýrð,
er sinn son sendi hingað á jörð.
Hann stýri og stjórni oss öllum saman,
svo vér hann óttunst og elskum. Amen.