SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3041)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (40)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
A 053 - Hymn. Magno salutis gaudio, sem plagast að syngja á pálmasunnudagFyrsta ljóðlína:Hæsta hjálpræðis fögnuðe
Höfundur:Gregoríus páfi I
Þýðandi:Þýðandi ókunnur
Heimild:Sálmabók Guðbrands (1589). bls.xxxj-xxxij
Viðm.ártal:≈ 1575
Skýringar
Sálmurinn er einnig í sb. 1619, bl. 31; grallara 1607 (viðauka) og öllum gröllurum síðan og í s-msb. 1742. Sálmurinn er þýðing á latneska sálminum „magno salutis gaudio“, sem eignaður hefur verið Gregoríusi páfa I (540-604). PEÓl telur líklegt af fyrirsögn að dæma að sálmurinn og lagið sé sótt í íslenskt eða norrænt breviarium og einnig að sálmurinn hafi áður staðið í Sálmabók Ólafs Hjaltasonar. Í sb. 1589 er sálmurinn aðeins 8 erindi en finnst lengri á latínu. (Sjá PEÓl: Upptök, bls. 86)
Hymn. Magno Salutis Gaudio,
sem plagast að syngja á pálm[a]sunnudag. Má syngja eins og Rex Christe.
1. Hæsta hjálpræðis fögnuðeheimur allur nú kátur sé. Lausnari allra, Kristur kær, kvittaði syndir veraldar.
2. Fám dögum fyrir páska komfrelsarinn í Betaníam, líknarfullur lífgaði þar Lazarum sem fyrr grafinn var.
3. Kristur við borð með sveinum sest.Sú kom sem fór með smyrslin best. Höfuð og fætur herrans þá hreintrúuð smurði Máríá.
4. Eins sem spáð stendur eftir þaðösnu og folann sækja bað. Til Jerúsalem sat á þeim, svo kom berliga kóngur heim.
5. Auðmýkt sú var ósegjanligað Guð virtist svo lægja sig. Heimsskapari og herra með hógvær forlitnun asna reið.
6. Olíugreinir göfugarog grænan pálma fólkið bar. Makliga Jesú móti gekk. Miskunnarkóngs var koma þekk.
7. Dýrlegt Hósanna sungu hæst:Syni Davíðs sé tignin stærst. Kristur blessaði kóngur er kominn í nafni Drottins hér.
8. Þrenning og eining sannri sésungin dýrð, heiður eilífe. Guð föður, son og anda með ætíð mest lofi mannkyneð. |