A 072 - Enn annar lofsöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 072 - Enn annar lofsöngur

Fyrsta ljóðlína:Uppreis Jesús Kristur
Höfundur:Meyer, Gregorius
bls.xlix-l
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) þrí- og ferkvætt AAbb
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn:
Enn annar lofsöngur.
Má syngja eins og Resurrexit Christus.
Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmurinn í sb. 1619, bl. 47-8; sb. 1671, bl. 88-9; sb. JÁ. 1742, bls. 166-8; sb. 1746, bls. 166-8; sb. 1751, bls. 167—9.
Páli Eggert farast svo orð um þessa þýðingu:
„Sálmurinn er 19 erindi (óbreytt, nema upphafsljóðlínan) og frumorktur á þýzku af Gregoríusi organleikara Meyer, „Christus der ist erstanden“, en fellt úr 14. erindi. [. . .] Að öðru er þýðingin nákvæm, en léleg, þótt ekki sé ein hinna   MEIRA ↲
Enn annar lofsöngur
Má syngja eins og: Resurrexit Christus

1.
Uppreis Jesús Kristur.
Oss var það sigur mestur.
Honum Júðar sér hrundu frá,
heiðnum lýð vill því vera hjá.
Allelúja.

2.
Fyrst kom fólki Júða
frið og miskunn að bjóða.
Þeir vildu ekki þiggja Krist,
því tók hann sér hjá heiðnum vist.
Allelúja.

3.
Áminnti þá að trúa,
iðrast, frá syndum snúa,
svo hljóti arf og himnafrið.
Hlýddi því ekki Júðalið.
Allelúja.

4.
Sálarheill þeir hafna,
hins leituðu mest jafnan,
hverninn þeir son Guðs saklausan
svíkja kynni og deyða hann.
Allelúja.

5.
Flest til saka fengu,
falsvitni mörg að gengu.
Blessuð orð hans og alla dyggð
umsneru þeir í róg og lygð.
Allelúja.

6.
Flekklaus fordæmingu
fékk hann af morðingjum,
sem illvirkja út leiddu hann.
Ó maður, sjá hvað til þín vann!
Allelúja.

7.
Á kross, sem bar Kristur,
kvalinn var hann og festur.
Hans sæta móðir harm þá bar
og heilagt fólk sem nærri var.
Hallelúja.

8.
Um hans líf allt voru
undir og benjar stóru.
Gall og edik til drykkjar þeir,
Drottni færðu að píndist meir.
Hallelúja.

9.
Við kross var fólk Júða,
vanvirða hann og hæða,
allt fram til þess í föðurs hönd,
fram stígandi gaf sína önd.
Hallelúja.

10.
Urðu undur þessi
í því hann dó á krossi:
Bifast jörð, sól ei birtu gaf,
brast tjald, klofnar grjót, opnast gröf.
Allelúja.

11.
Bert hékk holdið sára,
hulið allt í dreyra.
Í hægri síðu sett var spjót,
svo blóð með vatni rann þar út.
Allelúja.

12.
Af krossi að kvöldi
komu að ná hans holdi.
Ráðherrann Jósef annar var
og Nikódemus Drottni kær.
Allelúja.

13.
Í líni vel vöfðu
virðilig smyrsl með höfðu.
Lögðu í steinþró líkamann,
lá þar enginn fyrr en hann.
Allelúja.

14.
María Magdalena
mest girntist honum þéna.
Eins höfðu til hans ástseme
Jakobs móðir og Salóme.
Allelúja.

15.
Árla för uppbyrja,
ætla sér Krist að smyrja.
Sáu að steini velt var frá,
vannst þeim í gröf að ganga þá.
Allelúja.

16.
Englar þeim kunngjöra
Kristum upprisinn vera:
„Lítið þann stað sem lagður er,
lærisveinum það segi þér.“
Allelúja.

17.
Guðspjallamenn greina,
gleðjandi kristni hreina,
upprisu hans á allan veg
oftliga sýnda og birta mjög.
Allelúja.

18.
Heiðurskóngur hæsti
og Herra vor sætasti
fagnaðarsigur fremstan vann.
Fanga leysta út leiddi hann.
Allelúja.

19.
Drottinn reis af dauða,
dýrð hans óvirðir Júða.
Honum til lofs í hverjum stað
um hátíð páska syngjum það.
Allelúja.


Athugagreinar

14.2 þéna lbs 524 4to < þjóna sb 1589.