SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3104)
Afmæliskvæði (14)
Annálskvæði (1)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (7)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (8)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Matarvísur (1)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (52)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (12)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (5)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Ævintýrakvæði (3)
Guð bið ég nú að gefa mér ráðFyrsta ljóðlína:Guð bið ég nú að gefa mér ráð
Höfundur:Hallgrímur Pétursson
bls.59–68
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
Skýringar
Einn Psalmur ortur af Sl: s. H. P.S.
Tón: Öll lukkan gleri líkust er etc. 1. Guð bið eg nú að gefa mér ráðog greiða minn veg til besta. Hann einn mun veita hjálp og dáð hvað sem mig kann að bresta. Þó þörfin sé bæði þung og bráð og þyki oft bótum fresta á drottins miskunn, mildi og náð mitt skal eg traustið festa.
2. Mannleg aðstoð er misjafnt trygg,margir fá slíkt að reyna. Trúskapar lundin laus og stygg leið gengur þeygi beina. Veltur á ýmsa hlið um hrygg hamingjulánið eina. Þá í nauð bjarga helst eg hygg hægt muni vera að greina.
3. Loksins fæ eg nú fullreynt þaðhvað fallvölt heimsins blíða bindur sig ei við stund né stað, stilling kann öngva að líða. Margan sama ber brunni að, blind gengur lukkan fríða. Enginn fær sjálfur ákvarðað eftir hvörju skal bíða.
4. Þeir sem mér voru vinir fyrvel þá gekk einu sinni sneiða þegjandi þvert um dyr, þeim er eg liðinn úr minni. Ef allir sigla sama byr selskap er von mann finni; hinn má einn bíða í höfnum kyr sem hélt mótviðrið inni.
5. Gott er að gleðjast glöðum með,gamans og boðs að njóta; brátt kann þó selskaps bróðerneð burt sem vatnsstraumur fljóta. Þá heilsan brestur, heppni og féð hornaugum vinirnir skjóta, eigin gagn hvílist efst á beð, ástin leggst niður til fóta.
6. Þar sem eg hugði hælis mérí hörmung minni að leita að öngvu hvarfi orðið er, ull sótt í hús til geita. Rót sú oft ávöxt ramman ber sem ræktar mann þó með sveita. Heppinn þykist sá sjálfum sér á sundinu kann að fleyta.
7. Einmana stend eg uppi þvíöngvum er til að segja; ýmsum hörmungum haldinn í hvörja stund má eg þreyja. Á drottin skal mín nauðsyn ný nú og jafnan sér fleygja. *Láti mig af öllu fári frí í friðinum Jesús deyja. Athugagreinar
7.7 lät] þannig 682, 113, 8862, 181, 1119, 169, 208, 1724, 2422, 416, 199, 1337, 495, 506, 1245, 2722, 1927, 443, 141, 2721, 237, 1755, 1759, 2421, 1765, 127, 509, HK1770, 1157, 1773. läte 399.
Eftirfarandi erindi er 7. erindi sálmsins í 2422, 506, 1755, 1759, 2421, 1765, 127, 509, HK1770, 1157, 1773. AM 242 8vo (2422), bl. 83r: Margs konar angist margan sker, misjafnt vill oft á bjáta. Af auðmjúku geði og þanka þér það vil eg, drottinn, játa verðskuldan mín eg veit það er verst slíks í öngvan máta. Nú bið eg þig nauðstöddum mér náð og vægð frammi láta. (Sálmurinn er hér prentaður eftir 3. bindi Ljóðmæla Hallgríms en þar er farið eftir Lbs 399 4to II, bl. 6r-v. Sálmurinn er auk þess varðveittur í 26. öðrum handritum. Þau eru: Lbs 1927 4to, bls. 275–277; Lbs 199 8vo, bls. 36–38; Lbs 237 8vo, bls. 84–86; Lbs 506 8vo, bls. 142–143; Lbs 509 8vo, bls. 67–70; Lbs 1119 8vo, bls. 341–343; Lbs 1157 8vo, bls. 1–3; Lbs 1245 8vo, bls. 247–249; Lbs 1337 8vo, bl. 97v–98r; Lbs 1724 8vo, bls. 140–142; JS 272 4to II, bl. 301r–302r; JS 272 4to II, bl. 373v–374v; JS 141 8vo, bl. 239r–v; JS 208 8vo, bls. 94–97; JS 416 8vo, bls. 61–62; JS 443 8vo, bls. 371–373; ÍB 127 8vo, bls. 608–609; ÍB 169 8vo, bls. 29–32; ÍB 181 8vo, bl. 52r–v; ÍB 242 8vo, bl. 48r–50v; ÍB 495 8vo, bls. 144–147; ÍB 682 8vo, bl. 38r–39r; Þjms 8862, bl. 148r–149v; AM 242 8vo, bl. 82r–83v; AM 441 12mo, bls. 106–108, og MS Boreal 113, bl. 5r–6r. Þá er og upphaf sálmsins varðveitt í JS 229 8vo, bl. 93v). |