Tuttugasti og annar sálmur af fyrri Samúelsbók | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sálmar af fyrri Samúelsbók 22

Tuttugasti og annar sálmur af fyrri Samúelsbók

SÁLMAR AF FYRRI SAMÚELSBÓK
Fyrsta ljóðlína:Davíð fór þá og flýði
bls.266
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður+) þríkvætt AbAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1650
Tímasetning:1650
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Davíð kemur til Adúllam, Mispa og Haretskógar, hvar hann fréttir Doegs svikræði við prestana í Nöbe.
Með lag: Jesús, guðs son eingetinn.
1.
Davíð fór þá og flýði
í fylgsnið Adúllam; enn
brátt kom þar búnir að stríði
bræður hans og ættmenn
allir vandræðum vafðir,
með valdi skulda krafðir,
söfnuðust þangað senn.
2.
Til Mispa með þann skara
í Móabíta lönd,
Davíð réð fljótt að fara,
forðast vill heiftar grönd;
fékk sínum föður og móður
forsjón úrræðagóður
undir kóngs hlifðar hönd.
3.
Prófetinn Gað fram gengur,
gaf Davíð þetta svar:
„Vert hjá þeim lýð ei lengur,
í landið Júða far.“
Hann fór sem hinn um taldi,
í Haretskógi dvaldi;
Sál frétti svoddan þar.
4.
Sjálfur um sagðar stundir
Sál bjó í Gibeá;
lundi allfögrum undir
eitt sinn var staddur þá
hann með heiftugu bragði,
hélt á spjóti og sagði
við hirðmenn sína þar hjá:
5.
„Mun Davíð án alls efa
yður, – það segið mér –,
eignir og óðul gefa,
yfirráð landsins hér;
fyrst svo með falskri lundu
fastmæli við hann bundu
svo minn sonur sem þér?“
6.
Allir um þvílíkt þegja,
þar gaf sig enginn að,
né satt frá slíku segja,
Sál kóngur þanninn kvað:
„son minn – ég sé ei betur –,
sjálfs míns þræl mót mér hvetur,
öllum er augljóst það.“
7.
Dóeg svarar og sagði:
„Sá ég á Davíðs ferð,
til Abímeleks leið lagði,
ljóst ég það greina verð;
við drottin fór til frétta
fyrir hann um allt þetta,
bar honum brauð og sverð.“
8.
Kóngur sendi’ að kalla
kennimann greindan þá,
og svo prestana alla
úr Nóbeborg þar hjá;
þeir komu á þessum degi,
þau svikin vissu eigi,
síðan réð Sál að tjá:
9.
„Því hefir þú þetta framið,
þin lund er tryggðasnauð,
sáttmál við Davíð samið,
sverð fékkst honum og brauð;
fyrir hann drottinn fréttir,
til falls mér þennan settir;
þvi líð ég þunga nauð.“
10.
Abimelek nam ansa
aftur og þanninn tér:
„Hver er virtur án vansa
víst svo sem Davíð hér,
hlýðinn, hugvitur, dyggur,
heiðarlegur, ráðtryggur,
kóngsmágur einninn er ?
11.
Munda ég fara til frétta
fyrst við guð vegna hans?
Því skal ei ætla þetta
þjón sínum kóngur lands,
hvar um mig helst ávítið
hvorki mikið né lítið
af veit ég enn til sanns.“
12.
Reiður nam Sál að segja
svo við Abímelek:
„Þú skalt og þitt fólk deyja,
þín misgjörð nóg er frek;“
hann bauð því hvergi’ að fresta:
„helsláið drottins presta.“
Undir það enginn vék.
13.
Dóeg, ofdirfskusamur,
drottins kennimenn sló,
verk þetta vonsku tamur
vann, og svo undir bjó;
alls áttatíu talda
til guðsþjónustu valda
og fimm að auki þó.
14.
Alla borg Nóbe eyddi,
– er svo í ritning téð –
fólkið þar Dóeg deyddi,
drap líka niður féð;
börn, kvinnur, brjóstmylkinga,
bæði menn og peninga,
uxa og asna með.
15.
Einn komst undan á flótta,
Abimeleks son var
Abíatar, með ótta
atvik þau Davíð bar,
er sjálfur þá svo talaði:
„Satt var, mig það grunaði,
Dóeg þá þekti’ eg þar.
16.
Í þeirra allra blóði
eflaust ég sekur er,
far þú í mínu flóði,
forsorgun veiti’ eg þér;
hræðst ekki ánauð slíka,
illu og góðu líka
mæta skaltu með mér.“