Að morgni þegar eg árla uppstá | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Að morgni þegar eg árla uppstá

Fyrsta ljóðlína:Að morgni þegar eg árla uppstá
bls.1–5
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Sálmar
Einn fagur himni
Með lag: Ó, herra Guð, oss ...

1.
Að morgni þegar eg árla uppstá,
eins að kvöldi eg hvílast á,
gef eg mitt líf og líka önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd.
2.
Sálin hvílist og huggast mín,
herra Jesú, í benjum þín.
Bið eg sætasta blóðið þitt
blessi og helgi lífið mitt.
3.
Kristí, sem þoldir krossins pín
og keyptir mér frið með blóði þín,
í vöku og svefni vertu mér hjá,
vernda mig öllum skaða frá.
4.
Guðs englaskari skýli mér
svo skaði mig ekki djöflarner,
í krossi mínum og meðlæte
minn drottinn Jesús hjá mér sé.
5.
Hvort sem eg lifi hér eða dey
hjarta mitt fyrir því kvíðir ei.
Glaður því mína gef eg önd,
Guð sannleiksins, í þína hönd.

(Hallgrímur Pétursson. Ljóðmæli 4, bls. 1–5.
Aðaltexti útgáfunnar er Lbs 399 4to II, bl. 41r–v, og er honum fylgt hér). Sálminn er auk þess að finna í eftirtöldum 18 handritum: Lbs 1225 4to, bls. 16 –17; Lbs 457 8vo, bls. 547–548; Lbs 495 8vo, bl. 242r; Lbs 915 8vo, bl. 52r (brot); Lbs 980 8vo, bl. 57v–58r; Lbs 1119 8vo, bls. 348; Lbs 1724 8vo, bls. 69; Lbs 2158, bls. 40; JS 135 8vo, bl. 89r; JS 141 8vo, bl. 231v; JS 208 8vo, bls. 82; ÍB 127 8vo, bls. 766; ÍB 181 8vo, bl. 60r–v; ÍB 879 8vo, bls. 146–l48; ÍBR 9 8vo, bls. 294–295; ÍBR 26 8vo, bls. 188–189; B336, bls. 26–27; Hskj Ak G-1/3, bls. 385–386, og MS Boreal 113, bl. 534v–535r).