Hrafnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hrafnar

Fyrsta ljóðlína:Sá ég hittast hrafna tvo
bls.204
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Sjá Hrafnakvæði í þýðingu Jóns Helgasonar og Náhrafnar í Þýðingu Jóns Ólafssonar ritstjóra. Hér er greinilega um þýðingu sama kvæðis að ræða.

1.
Sá ég hittast hrafna tvo
Heyrði ég þá mæla svo:
Nú er um fæðuföngin tregt.
Fannstu nokkuð ætilegt?
2.
Eg sá fallinn ungan mann.
Enginn skeytir neitt um hann,
þótt hann ætti hest og hund,
haukinn væna og festarsprund.
3.
Hesturinn er í haga á beit.
Hundurinn er í matarleit.
Haukurinn væni á veiðar fló.
Vífið öðrum faðmlög bjó.
4.
Eg vil fá, ef alls er gætt,
augun blá í sjónarvætt,
hárið gullna í hreiðrið mitt.
Hitt sé allt að jöfnu þitt.
5.
Förum hljótt og fljúgum lágt,
fáum gnótt, er mörgum smátt.
Hræ eru fyrir hrafna gerð.
Höldum, bróðir, morgunverð.