Kvæðiskorn til gamans | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kvæðiskorn til gamans

Fyrsta ljóðlína:Ungur maður iðjuspar
bls.47-48
Viðm.ártal:≈ 1700

Skýringar

Fyrir framan kvæðið í Blöndu hefur Hannes Þorsteinsson skrifað: [Prentað eptir „Lystiháf“, kvæðasafni Benedikts Bech sýslumanns (d. 1719), bls. 191–192, í eign minni og líklega ort af honum. H. Þ.].
Viðlag:
Barnafjöldinn bóndann temur
í búinu margt að vinna.*
Neyðin kennir naktri konu að spinna.

Ungur maður iðjuspar
ekki veit af þessu par,
seinna verður hann við það var
sem vill nú ekki sinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Hugsar hann upp á hofmannssið
og hafa hið vænsta klæðasnið,
segi eg betra að venjast við
vinnustarfið stinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Kvennalist og kvæðadans
kveikir upp hug hins unga manns,
en önnur er þá iðja hans,
hann á fyrir búi að vinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Þá mun ekki kyrrt um kvöld,
þá kominn er maður á aðra öld,
hún er bæði heit og köld,
svo hjálpist börn og kvinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Búskaparins hátturinn hér
hentugur skóli mörgum er
svo hugsanlega herrann fer
að halda oss til að vinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Hoffraktin og hispur flest
með hætti þessum stillist best,
tekur að hugsa maðurinn mest
um menning barna sinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Lýst** hann oft og lítið sefur,
lifandi Jesús fæðu gefur,
iðjuleysið auðnu kefur,
ánauð margir finna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Stundum verður bágt um björg
ef börn og hjúin venjast körg,
búmannsraunin mikil og mörg
mæðir brjóstið svinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Hirting sú og herrans kross
hálfu betur menntar oss
heldur en vols og veraldarhnoss
sem vant er menn að ginna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Meistarans agi úr máta frekur
manninn best til dyggða rekur,
í barna sinna brjósti vekur
bænamálið stinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Í starfi þessu þreytumst vær,
þökk og laun að dyggðin fær
þegar að hefur oss herrann kær
heim til náða sinna.
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Athugagreinar

*Þennan fyrri hluta viðlagsins mun óvíða að finna nema hér.
**Lýst : lýist.