| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Fyrri skáldin fróðu kvöddu falda skorðu

Bls.330
1.
Fyrri skáldin fróðu kvöddu falda skorðu
kveðju buðu´ og kónga glöddu og kveða þorðu.
2.
Ortu fögur orustuljóð og ástarkvæði
vorri skemmti þetta þjóð og þenglum bæði.
3.
Beini´ eg því að baugaskorðu bragar tólum
eg er á fornri Óðins storðu allur á hjólum.
4.
Fyrir mér vakir fáguð mynd af fornum sögum
frægðarinnar lauguð lind af lukkudögum.
5.
Yfir mér svífur alda ljómi´ og eldleg blæja
glóir dögg á guðablómi´ er gyðjur fægja.
6.
Riddarar fríðir renna skeið með Rögnis loga
fyrir þeim stynur storðin breið und stjörnuboga.
7.
Berjast fyrir borða sól og böndum rósa
Nanna situr á nornastóli norðurljósa.
8.
Opin Valhöll ætíð stendur Óðins sonum
verða bæði vinir og fjendur að vinna honum.
9.
Þegar að hjörinn hjartað slær og hrekur lífið
lengur þá ei heimur hlær né hryggir kífið.
10.
Að drekka vín og drýgja stríð um daga alla:
Gleði sú er þæg og þýð, mín þjóðin snjalla!



Athugagreinar

Mansöngur annarrar rímu, Göngu-Hrólfsrímu.