Lítið ljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1288)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Lítið ljóð

Fyrsta ljóðlína:Er stjörnublik á bláum himni loga
bls.1991 bls. 181
Viðm.ártal:≈ 0
Er stjörnublik á bláum himni loga
og bjarma slær á fjallsins Ijósa traf
er kvikul alda leikur létt um voga
og ljómar sólin björt við norðurhaf.
Svo, þegar vindar þýtt við björkum blaka
og bæra vorsins mjúka hörpustreng.
Hve ljúft í muna minningarnar vaka
um margt er áður gladdi sveitadreng.

Er ljúfur blærinn leikur þýtt að greinum
og léttar bárur kyssa bjartan sand
á sumarkvöldi segir fátt af einum
er sárum fótum treður Norðurland.
Er daggartárin drjúpa af dökku lyngi
og draumsins bjarma er vafin byggðin öll.
Þá svífur væran svefn að Húnaþingi
og sólarglóðin roðar Strandafjöll.