Sveitavísur - Hnjóskadalur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sveitavísur - Hnjóskadalur

Fyrsta ljóðlína:Hnjóskadalur er herleg sveit
bls.bls. 95
Viðm.ártal:≈ 0
Hnjóskadalur er herleg sveit
Hnjóskadals vil eg byggja reit
í Hnjóskadal hrísið sprettur
í Hnjóskadal finnst hafur og geit
í Hnjóskadal er mörg kindin feit
Hnjóskadals hæsti réttur.
Hnjóskadal byggir heiðursfólk
í Hnjóskadal fæ eg skyr og mjólk
í Hnjóskadal hef eg rjóma.
Hnjóskadalsketið heilnæmt er
Hnjóskdælir gefa flot og smér
af Hnjóskadals björtum blóma.