Húnavaka | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Húnavaka

Fyrsta ljóðlína:Blik er í augum og bros á vör.
bls.1963 bls. 97
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Blik er í augum og bros á vör.
í bílana er stigið og áfram hraðað för.
Æskunnar gleði er endurheimt.
Erfiði dagsins er lokið við og gleymt.
Heillar Húnavaka
héraðsins frjálsu börn.
2.
Ganga svo hópar á gleðifund.
Grannar og vinir takast þétt í mund.
Það er sungið og leikið og dansað dátt
og dreypt er á glösum unz halla tekur nátt.
Heillar Húnavaka
héraðsins frjálsu börn.
3.
En hætta skal leiknum er hæst ’hann fer,
það hollast er öllum, sem vilja skemmta sér.
Komandi dagur á kröfur og rétt.
Hvíldinni jafnan eru takmörk sett.
Heillar Húnavaka
héraðsins frjálsu börn.