Söngur völvunnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Söngur völvunnar

Fyrsta ljóðlína:Er sólskinsfegurð vorsins lengst í vestrinu dó
bls.243
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Er sólskinsfegurð vorsins lengst í vestrinu dó
barst völvunnar söngur yfir hlustandi skóg:
Sjá, veröldin skín
og hún skal verða þín
ef skilarðu hjarta þíns ljóði til mín.
2.
Um villibleika skóga, yfir skuggaleg fjöll
um skínandi hrannir, yfir þjótandi mjöll
óf drauma og þrár
hver dagur, hvert ár
mér, drengnum, sem hlustaði á völvunnar spár.
3.
En burt frá hverjum sigri hef ég siglt mína braut
þótt sólir og stjörnur hafi lagst mér í skaut.
Ég festi enga ró
við fjöll eða sjó
uns finn ég þann söng, er í hjarta mér bjó.