Jóhann P. Guðmundsson - níræður 22/1 ´14 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jóhann P. Guðmundsson - níræður 22/1 ´14

Fyrsta ljóðlína:Höfðingi Braga, heill sé þér!
bls.147
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Höfðingi Braga, heill sé þér!
Heiður, sem Jóa í Stapa ber
græðist í hljóðri gleði.
Hógværð og næmi halda á
hugarins tæru ljóðaskrá
og myndrænni glóð í geði.
2.
Ljósbrotin mörgu leiftra skær
ljóðin högu og vísnasær
greypt eru glöggt í minni.
Oft hefur glatt oss kvæði kært
kostina suma nokkuð lært
og glatt með þeim sál og sinni.
6.
Æviferð þó sé orðin löng
eigi greinist í huga þröng
Alltaf ef hugljúft að hittast.
Níu tugir á lífsins leið
lengst af voru þér sporin greið.
Fetið samt farið að styttast.
7.
Mörg voru gefin handtök hlý
hugsunin baðast góðvild í.
Manngerð þín mótun þá skráði.
Vinum í kærleiks ítök átt
allra ljómandi geðið kátt.
Hugblær því hlýju þar stráði.