Á ferðalagi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Gleðiveiðar göngum á
glögg er leið til fanga.
Þoku greiðist gríma frá
grænum heiðarvanga.
2.
Glitra lindir, glóir mar
glæstir vindar skína.
Ský og vindar skrautlegar
skuggamyndir sýna.
3.
Speglar flæði, teig og tind
tindra slæður vallar
geislum klæðir ljóssins lind
lægð og hæðir falla.
4.
Aftann boðar útsýn ný
okkur skoða lætur
ofnar roða rósir í
rekkjuvoðir nætur.



Athugagreinar

Húnvetningaljóð bls. 309