Á kvöldvökunni | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á kvöldvökunni

Fyrsta ljóðlína:Tölum fagurt tungumál
Viðm.ártal:≈ 0
Tölum fagurt tungumál
teygjum stutta vöku.
Lyftum glasi, lyftum sál
látum fjúka stöku.

Andinn vaknar, víkkar sýn
ef vökvann ekki brestur.
Þá á saman víf og vín
vísa og góður hestur.

En templararnir draga dár
að drykkju minni og þinni.
Þar er leikinn leikur grár
sem linnir ekki að sinni.