Á Hveravöllum 1990 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á Hveravöllum 1990

Fyrsta ljóðlína:Bragsnillingum bjóðast völd
bls.´89.´90 &´91
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1990
1.
Bragsnillingum bjóðast völd
burt skal þvinga amann
hefjum slyngir hér í kvöld
hagyrðingagaman.
2.
Áfram leiðum orku og dug.
Örvaður seiði vænum
andinn greiðast fer á flug
frjáls í heiðablænum.
3.
Virkjum anda okkar rétt
allan vanda þrengjum
Milli stranda ljúft og létt
ljóðabandið tengjum.
4.
Eflaust fýsa margan má
manninn vísu að hræra.
Okkar lýsir leiðir þá
ljóðadísin kæra.
5.
Vísan snjalla veitir lið
víst það kallast gaman
ef stuðlafallastrengi við
stillum allir saman.
6.
Létt með blakið, ljúf og hrein
lífgar slaka strengi
fæðist stakan ein og ein
ef menn vaka lengi.
7.
Við skulum myrkri víkja úr önd.
Við skulum kyrkja amann.
Við skulum styrkja vinabönd.
Við skulum yrkja saman.