Ellivísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ellivísur

Fyrsta ljóðlína:Margan hlýjan hef ég dag
bls.2. árg. 1968 bls. 109
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Margan hlýjan hef ég dag
hlotið lífs um ævi.
Margan kaldan mæðuslag
meðfram reynt að hæfi.
2.
Hefi þolað heitt og kalt.
Hraustra talin jafni.
Gerir ei þó gleymist allt
í grafar dimmu safni.
3.
Húmar senn og haustar að
hækkar sól ei lengur.
Líkt og visni liljublað
linast hjartastrengur.


Athugagreinar

Vísurnar hefur höfundur kannski ekki endilega hugsað sem ljóð og ekki gefið þeim heiti.