Sólarlag | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sólarlag

Fyrsta ljóðlína:Í sæ er sólin runnin
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Í sæ er sólin runnin
og sofnuð hver ein rós,
í fjarska hljóm ég heyri
og hugsa um stjörnuljós.
2.
Við sjóinn bjarminn bíður
sem blóðug hvíli rönd
á víðum vestursölum,
veifuð af drottins hönd.
3.
Og þokan þétta stígur
og þrumir völlum á
og álfa fjöld ég eygi
engjunum líða frá.
4.
Mun þar ei ljúft að lifa?
Mér leiðist í manna heim –
eða ætli að alstaðar búi
eitthvað sem líkist þeim?