Þankabrot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra
1.
Hrings af eyjum hlaut ég yl
- hiklaust segi og skrifa:
Væru´ ei meyjar vænar til
vildi´ ég eigi lifa.
2.
Mín er spillt hver hugsun hlý
hafði ei stillta tauma
meðan byltist barmi í
bálið villtra drauma.
3.
Ei skal kvarta´ um ólánið
allt hið svarta geigar
meðan hjartað hitnar við
hljóma og bjartar veigar.



Athugagreinar

Lokavísuna, Ei skal kvarta, setur Sig. Halldórsson vísnasafnari í par með vísunni Lífsins svæði er ljóma skreytt.