Páll J. Árdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Páll J. Árdal 1857–1930

SEX LAUSAVÍSUR
Páll var fæddur á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi 1. febrúar 1857, sonur Jóns hreppstjóra Pálssonar og konu hans, Kristínar Tómasdóttur. Páll ólst upp á Helgastöðum. Hann var bráðger og byrjaði snemma að fást við skáldskap bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann gekk í Möðruvallaskóla 1880–1882. Árið 1883 gerðist Páll kennari á Akureyri og varð það aðalstarf hans en lengi var hann vegaverkstjóri á sumrum. Einnig fékkst hann talsvert við blaðaútgáfu. Kona Páls var Álfheiður Eyjólfsdóttir. Páll dó 24. maí 1930. (Sjá Steingrímur J. Þorsteinsson. Páll J. Árdal: Ljóðmæli og leikrit. Akureyri 1951. Formáli, bls. XI–XXXIII)

Páll J. Árdal höfundur

Lausavísur
Að hryggjast og gleðjast
Degi hallar, dali alla
Farir þú með róg og raus
Hafðu um Gróulygar lágt
Kærðu þig ekki um hættur hót
Ó, hve margur yrði sæll