Magnús Sigurðsson frá Heiði í Gönguskörðum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Magnús Sigurðsson frá Heiði í Gönguskörðum 1825–1862

EIN LAUSAVÍSA
Magnús var sonur Sigurðar Guðmundssonar bónda og skálds á Heiði í Gönguskörðum og konu hans, Helgu Magnúsdóttur frá Fagranesi á Reykjaströnd. Magnús vann að búi foreldra sinna en sótti einnig sjóinn og og réri á hákarlavertíðum á vetrum. Magnús var fljúgandi hagmæltur og gamansamur. Hann átti eina dóttur, Kristínu, f. 1856, með Kristínu Jónsdóttur en ekkert frekar varð af sambandi þeirra. Magnús drukknaði á Húnaflóa 1. mars árið 1862. Var hann þá háseti á hákarlaskipi Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum er það fórst með allri áhöfn (Heimildr: Magmús Björnsson á Syðra-Hóli: Feðraspor og fjörusprek, bls. 154 og Skagfirzkar æviskrár I, bls. 219).

Magnús Sigurðsson frá Heiði í Gönguskörðum höfundur

Lausavísa
Þó ég seinast sökkvi í mar