Sigurjón Gíslason Syðstu Grund í Blönduhlíð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sigurjón Gíslason Syðstu Grund í Blönduhlíð 1878–1956

FIMM LAUSAVÍSUR
Sigurjón var fæddur 21. janúar 1878 á Krithóli í Lýtingsstaðahreppi, sonur Gísla Guðmundssonar og Herdísar Ólafsdóttur. Hann var gagnfræðingur úr Möðruvallaskóla. Sigurjón var bóndi á Syðstu Grund (Róðugrund) í Blönduhlíð á árunum 1900–1930 og stundaði jafnframt barnakennslu. Sigurjón kvæntist Efemíu Halldórsdóttur árið 1901 en hún andaðist árið 1929. Eftir lát hennar brá hann fljótlega búi og var fyrst í húsmennsku í Vallanesi í Hólmi. — Árið 1933 kvæntist hann Sigríði Jóhannsdóttur, Ijósmóður frá Torfustöðum. Bjuggu þau fyrst á hálfri Húsey í Hólmi, síðar á Reykjarhóli. Árið 1946 keyptu þau Torfgarð og bjó Sigurjón þar til dauðadags en hann dó 12. júní 1956.

Sigurjón Gíslason Syðstu Grund í Blönduhlíð höfundur

Lausavísur
Brögnum hlýnar best við skál
Jörð er hrjóstrug, hulin snjá
Oftast finnst mér lífið létt
Yfir völlinn berast blíð
Öll eru flúin armlög hlý