Giuseppe Ungaretti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Giuseppe Ungaretti 1888–1970

EITT LJÓÐ
Fæddist í Alexandríu í Egyptalandi árið 1888 og lést í Mílanó 1970. Afríka setti mark sitt á bernsku skáldins en árið 1912 flutti hann til Parísar og kynntist þar ýmsum lista- og fræðimönnum, svo sem André Breton sem skrifaði stefnuskrá súrrealista. Fyrsta ljóðabók Ungarettis, Il porto sepolto, kom út 1916, en önnur bók hans, L’allegria di naufragi, 1919, aflaði honum frægðar á Ítalíu. Hann er með lýrískustu skáldum og fylgir hefð hinna fornu skálda: Petrarca, Tasso, Foscolo og Leopardi. Ungaretti er eitt af merkustu ljóðskáldum Ítala á 20. öld. Stíll hans er einfaldur og laus við mælskubrögð og ljóð hans, stutt og hnitmiðuð, hlaðin merkingu og með vísunum í ýmsar áttir. Þau geta verið myrk og óræð eins og títt er um nútímaljóð.

Giuseppe Ungaretti höfundur en þýðandi er Guðbjörn Sigurmundsson

Ljóð
Vökunótt ≈ 2000