Adelbert von Chamisso | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Adelbert von Chamisso 1781–1838

EITT LJÓÐ
Adelbert von Chamisso var franskur, fæddur 30. janúar 1771. Hann flýði til Þýskalands í frönsku byltingunni og dvaldi þar lengst af ævinnar. Eftir að hafa gegnt herþjónustu í prússneska hernum lærði hann dýrafræði og grasafræði í Berlín en lagði jafnframt stund á heimspeki og bókmenntir. Seinna fékk hann stöðu við Bótaníska garðinn í Berlín. Þótt hann væri ekki innfæddur Þjóðverji náði hann einstökum tökum á þýsku og samdi verk sín á því máli. Hann öðlaðist fyrst frægð sem rithöfundur fyrir söguna Peter Schlemihl’s wundersame Geschichte árið 1814. Hann gaf einnig út ferðasögur og skrifaði vísindagreinar í náttúrufræði. Þá orti hann ljóð í anda rómantísku stefnunnar og kom ljóðabók hans, Gedichte, út árið 1831. Hann dó 21. ágúst 1838.

Adelbert von Chamisso höfundur en þýðandi er Jónas Hallgrímsson

Ljóð
Kossavísa (Camisso) ≈ 1850